SKÁLDSAGA Á ensku

The Mayor of Casterbridge

Skáldsagan The Mayor of Casterbridge eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy kom út árið 1886. Sagan tilheyrir hinum svokölluðu Wessex-sögum Hardys sem voru látnar gerast í hinu tilbúna héraði Wessex en eru í sprottnar upp úr umhverfi höfundarins. Sögusviðið er hinn ímyndaði bær Casterbridge. Innri tími sögunnar er tíminn skömmu fyrir iðnbyltinguna, áður en járnbrautir urðu aðal samgöngutækin. Efniviðurinn eru ástir og örlög venjulegs fólks til sveita og það eru engin venjuleg örlög sem persónurnar í sögnni fá að glíma við. Óblíð örlög eru reyndar einkennandi í mörgum sögum hans; örlög sem söguhetjurnar fá oftast ekki umflúið. Hann birtir okkur smæð mannsins gagnvart að því er virðist tilviljanakenndum þótta örlaganna, eins og strá í vindi.

Er þetta stórbrotin saga sem enn í dag heillar lesendur og þá hefur hún verið kvikmynduð og gerð eftir henni sjónvarpsþættir.


HÖFUNDUR:
Thomas Hardy
ÚTGEFIÐ:
2016
BLAÐSÍÐUR:
bls. 382

AÐrar bÆkur
SEM ER VERT AÐ SKOÐA :